Girðingarvinna 2010 – „Hinir tveir spræku“

Þar sem sauðfé hefur verið hleypt út og við viljum alls ekki að rollurnar komist í gróðurinn okkar þá var farið í hina árlegu yfirferð á girðingunni laugardaginn 29. maí sl. Auglýst var eftir áhugasömum aðilum og í ár voru það eingöngu tveir sem gáfu sig fram.

Þeir sem mynduðu parið „Hinir tveir spræku“ voru Hans Einarson og Guðfinnur Traustason.

Þar sem það lá fyrir að dagurinn yrði langur og strangur og leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann þá lagði Guðrún sitt að mörkum með því að smyrja brauð handa þeim og gefa þeim hádegismat.

Formaðurinn kom í heimsókn og var drifin í mat en svo var haldið strax af stað og verkinu var lokið um kl. 18:30 og alveg búnir á því.