Girðingarvinna hafin – smá sýnishorn af framkvæmdinni

Allt í einu er svo gaman að tala um girðingar, kannski af því að það er alltaf verið að tala um vegi…)) en nú er loksins hafin vinna við að girða við Hæðarendalækinn sem hljómar spennandi . Til að gefa Kerhraunurum smá innsýn í það sem á undan er gengið þá tók stjórn þá ákvörðum að fá Verkís til að vera okkur innan handar með framkvæmdina með það að leiðarljósi að gæta hagsmuna lóðarhafa og líka að uppfylla skilyrði um girðingar við læki og vötn.

Verkís mældi og staðfesti eldri mælingar, fjarlægð frá læk og að því loknu val á girðingarstæði enda mjög mikilvægt að finna sem mest af beinum línum enda hornstaurar dýrari og mun meiri vinna að koma þeim fyrir svo þeir reynist vel og auðvitað unnu þeir sitt verk.

Það er skemmst frá því að segja að eftir þessa vinna liggur fyrir í gagnagrunni allar upplýsingar um legu og innmælingu lóða þannig að uppi stöndum við með girðingu sem er á sameign félagsins og margir lóðarhafa eru nú í fyrsta sinn að endurheimta hluta lóða sinni sem var aftan við gömlu girðinguna. Allt löglegt og við með allt á hreinu sem er númer 1, 2 og 3.

Það skal ítrekað að lóðarhafar virði það svæði sem er aftan við lóðarmörk og gróðursetji ekki þar því þetta svæði er almenningur og vélafært þarf að vera meðfram girðingunni upp á viðhald, en þetta vitum við nú öll…)). Stigar verða settir yfir girðingu við göngustígana sem eru 4 þannig að fólk komist að læk og geti ekið smá göngutúr þegar það hentar.

Ekki er heimilt að rjúfa girðingu og hafi einhver í huga að setja hlið út af lóð sinni verður það að vera í algjöru samráði við girðingarmann og stjórn.

Til gamans þá komu eftirtaldar myndir frá girðingarmanni og gott að eiga í banka minninganna.

IMG_0467

Gæti verðið byrjun á að reka staurinn niður en þetta er bara ágiskun

IMG_0469

Það eru margar girðingar í boði við lækinn en ekki allar nothæfar
IMG_0468

„Kunfú spark og allt hrundi“ segir Jói sem sendir okkur Kerhraunskveðjur með einni selfie mynd…………..

IMG_0470

joi