Gæti Seyðishóllinn litið svona út einn daginn?

Þegar horft er á þessa mynd kom Seyðishóllinn upp í huga mér, af hverju veit ég ekki, kannski liturinn á fjallinu. Allavega flaug í gegnum huga mér „allt er í heiminum hverfullt“ og gæti Seyðishóllinn litið svona út einhvern daginn?.

Ekki gott að segja en eitt er þó víst að við erum með nokkrar óvirkar eldstöðvar í nágrenninu sem gætu látið sér detta í huga að gera eitthvað. En í alvörunni, þá eru þetta bara dagdraumar sem verða örugglega ekki að veruleika, en liturinn á fjallinu er guðdómlega fallegur það getum við verið sammála um, ekki satt?.

seyðishóllinn