Fyrsti vetrardagur rann upp bjartur og fagur 26. október 2019

Þegar „Fyrsti vetrardagur“ rennur upp þá verður öllum ljóst að sumarið er á enda hvort sem manni líkur betrur eður ei,  við tekur veturinn sem getur auðvitað verið allavega veðurfarslega séð enda er það oftast veðrið sem kemur fyrst í hugann þegar fólk fer að hugsa um veturinn.  Eins og svo margir vita þá var veður víða vont á landinu síðustu daga en á „Fyrsta vetrardegi“ þá birtist mynd á fjölmiðlun sem sýndi svo vel að aðeins syðsti hluti landsins var laust við snjó. Sumir elska þennan árstími með aðrir vilja helst ekki sjá hann en  það er það skemmtilega við skoðanir að þær geta verið svo misjafnar.

Hvað sem því líður þá verður spennandi að vita hversu snjóþungur þessi vetur verður en talandi um veður þá hafa síðustu dagar verið ansi vindasamir en sólríkir og óskaplega fallegt gluggaveður, norðurljósin hafa verið áberandi síðustu daga sem er gaman.

Hér halda menn og konur áfram að byggja og eins og svo margir vita þá er risið eitt hús síðan síðasta frétt um húsin í Kerhrauni var birt. Það er líka gaman að geta þess að það eru að bætast við þessa dagana nýjir Kerhraunar og lóðir að seljast, við hin bjóðum auðvitað þessa nýju Kerhraunara hjartanlega velkomna í hópinn.

Sólsetur síðustu daga hefur verið fallegt eins og sjá má á myndunum hér að neðan og gleðilegan vetur kæru Kerhraunarar.