Fyrsti vetrardagur 24. október 2015

Í gær var fyrsti vetrardagur og um leið fyrsti dagur vetrarmánaðarins Gormánaðar. Vetrardagur hinn fyrsti er einnig nefndur vetrarkoma. Óhætt er að segja að dagurinn hafi borið nafn með rentu en víða um land var kalt, snjókoma og él að undanteknu Kerhrauninu sem skartaði ágætis veðri.

En til að verða engin undantekning þá gengu nokkur hressileg él yfir aðfaranótt sunnudagins.

veturinn
Nú er bara að vona að veturinn sem genginn er í garð fari um okkur mildum höndum og ekki verði mikill snjór því það þýðir mokstur. Varðandi mokstur þá verður hann með svipuðu móti og fyrri ár og verður auglýstur á heimasíðunni og þeim peningum sem til eru viturlega varið.