Framkvæmdir á „Eyjasvæðinu“ í Kerhrauni 25. júní 2014

Það má heyra hamarhögg víða í Kerhrauninu þessa dagana, þó hefur verið meira um vélahljóð þetta árið og í dag skall enn ein grafan á enda framkvæmdir að hefjast hjá Darra og Svövu því ágæta Eyjafólki, kannski er ekki rétt að sleppa hundinum því hann er mjög áhugasamur um þessar framkvæmdir enda á hann heima þarna.

Í þetta sinn skal gestahúsið rísa eða ætti heldur að segja koma á staðinn og ekki seinna vænna að byrja á grunninum, í verkið voru fengnir Guðmundur á Klausturhólum og Skúli Helgason og voru ekki lengi að ljúka því.

Til að hafa yfirsýn yfir verkið fór Darri upp á hól og dróg línuna í land eins og sönnum Eyjamanni.

P1020707

Hundurin ákvað að gera það sama og eigandinn og stillti sér upp alvarlegur á svip, kannski ekki vanur svona framkvæmdum daglega og betra að fylgjast með

 

P1020708

Svava ákvað að halda sig fjarri enda þess fullviss að allt væri undir control hjá hennar manni

P1020710

Hér er Skúli mættur og komið að því að taka fyrstu „löglegu“ skóflustunguna

P1020706

hér kemur hún og hundurinn ákveður að merkja sér þá þegar þessa landspildu til vonar og vara

P1020709

Guðmundur á Klausturhólum renndi svo nokkrar ferði með möl og nú bíðum við eftir að húsið skelli á sem verður örugglega fljótlega