Framkvæmdagleði Kerhraunara á sér engin takmörk

Það er og hefur verið líf og fjör í Kerhrauninu í sumar og margir standa í miklum framkvæmdum og til að viðhalda minningabankanum þá fór fréttaritara á stjá og tók nokkrar myndir til að setja í bankann.

Tyrkir komu við sögu í Vestmannaeyjum fyrir langa löngu og gerðu þar mikinn usla, því er vert að velta því fyrir sér hvort ástæða sé að ætla að nú sjái Eyjamenn sér leik á borði og hugi að heimsyfirráðum í Kerhrauninu, af hverju ?, jú, Kerhraunið er að fyllast af Eyjafólki. Fyrir þá sem ekki eru alveg með þetta á hreinu þá eru hér fyrir Grímur og fjölskylda í Heimaey og Darri og fjölskylda.

Nýlega var neðangreint hús selt þeim Láru og Viðari sem eru Eyjafólk og bjóðum við þau velkomin í Kerhraunið.

15

Hrefna Valdís og Jón Garðar sem líka eru Eyjafólk festu kaup á þessu húsi fyrir stuttu og bjóðum við þau líka velkomin, nú standa greinilega yfir framkvæmdir því það er komin rotþró og hjólhýsi til að hafa aðstöðu meðan unnið er.

1

Eins og sjá má lofa þessar framkvæmdir góðu og verður gaman að fylgjast með enda komin tími á „makeup“.

4

Gamlir Kerhaunarar tala alltaf um „Litla rauða húsið hans Hafsteins“, nú hefur Kolbrún skipt um lit og nú er það orðið brúnt.

2

Hér er hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Fyrir nokkrum vikum þá keypti Dagný Erla lóðina við hliðina á Yngva en hún er gift bróður hans og sáu nú margir fyrir sér að hér yrði stór ættarmót í framtíðinni, en viti menn þá dettur Yngva í hug að selja og nýji eigandinn heitir Sveinn. Það er við hæfi að bjóða nýja eigendur velkomna og þakka Yngva fyrir þann tíma sem hann og kona hans voru hér og hann hefur lofað að koma aftur en það gerði Garðar líka og hefur ekki sést…)))

3

Finnsi og Gunna hafa verið —-sveitt í hálfan mánuð að koma þakinu í endanlegt horf og mörg lög hafa farið á þakið en síðasta lagið er auðvitað það vinsælasta. Nú þarf að halda lífi í lyngmóanum og mjög áríðandi að það sé vatn á staðnum.

16

Það er gaman að segja frá því að þegar þökubíllinn kom til Finnsa og Gunnu þá fengu formaðurinn og ritarinn líka lyngmóa. Eins og sést á næstu mynd þá er formaðurinn enn að skoða hvað hann ætlar að gera við rúllurnar.

6

Fanný og Hörður fengu líka rúllur en mér var vita ómögulegt að finna hvar þér voru settar svo ég myndaði bara krúttlegast blettinn í Kerhrauninu…))

9
Á hólnum hefur hann Reynir staðið í ströngu og tjáði fréttaritara að hann væri að útbúa aðstöðu fyrir barnabörnin í gestahúsinu til þess að þau geti leikið lausum hala þarna úti….. á löngum kvöldum)

10

Fyrrverandi formaður hann Elfar stendur alltaf í stórræðum og nú er hann kominn með skúrinn sem stóð á lóð 55 til sín og ætlar að gera aðstöðu fyrir sig og frúna í húsinu, ætli þetta fari í keppni við „hjónasvítuna“ hjá Gunna og Sóley?

7

Darri hefur um tíma verið að byggja upp spennu því þarna eru framkvæmdir í gangi en við fáum ekki að vita meira fyrr en hann heldur áfram.

11

„Bláa húsið“ þýtur áfram og það þarf að fara að venja sig af því að kalla húsið þessu nafni, falleg verður það maður minn.

12
Steini hefur verið að brasa um tíma við að byggja við gestahúsið hjá sér og það á eftir að koma í ljós hvað þetta á vera notað fyrir, kannski verkfæraskúr.

13
Svo er það næsti Steini sem er önnum kafinn að undirbúa afmæli frúarinnar sem verðu 40 ára nk. laugardag, en það er sem sé komin sólstofa við A bústaðinn og þarna verður sko djammað  um helgina.

14

Í lokin er forsíðumyndin af höllinni hans Halldórs á B svæðinu og til hægri má sjá grunninn af nýja stóra húsinu sem þar er að rísa.