Frábært viðtal við Kerhraunarann Ásgeir Karlsson

Ef þetta viðtal við Ásgeir nær ekki eyrum fólks og fær mann til að hugsa hversu illa heilbrigðiskerfið er statt þá erum við orðin gjörsamlega dofin eða búin að gefa upp alla von að kerfinu sé viðbjargandi.

Viðtalið við Ásgeir í heild sinni

Ég hef verið þeirra gæfu njótandi að hafa kynnst mörgu frábæru fólki hér í Kerhrauninu, því tek ég það nærri mér þegar einhver á „bátt“ og það hafi ansi margir mætir Kerhraunarar, þar með talinn Ásgeir lent í því að ganga ekki að því sem sjálfsögðum hlut að heilsan sé í lagi síðasta árið. Eftir að hafa hlustað á viðtalið við Ásgeir spyr maður sjálfan sig hver við séum stödd varðandi það að gera fólk að fíklum með allri þessari bið og lækning sé bara ekki sjálfsagður hlutur.

Best er að ljúka þessu með því að senda hugheilar batakveðjur á „strákana fjóra“ og óska þess fyrir þeirra hönd að þeir komi allir heilir út úr þessum veikindum.