Febrúarfegurð með ýmsu ívafi

Febrúar hefur verið risjóttur veðurfarslega séð, þó hefur Kerhraunið skartað sínu fegursta marga daga og mikil unun á að horfa fyrir þá sem eru hér öllum stundum. Ófærð verið með jöfnu millibili og Finnsi tók sig til að fékk sér blásara til að vera viss um að komast í vinnu og „Græna þruman“ hefur staðið sig með prýði með „Kára gula“ framan á sér.

Eftirfarandi myndir sýna að hvergi er fallegra að vera en í Kerhrauni.

*

Svo eru það seinnipartarnir þar sem himininn logar og litadýrðin er ólýsanleg.