Minning um mann sem enn er á lífi, bara fluttur í burtu úr Kerhrauninu

Til að gera „Garðari gleðipinna“ góð skil þyrfti að rita heila bók, við sem höfum átt því láni að fagna að kynnast honum áttum margar skemmtilegar stundir í Kerhrauninu með honum, t.d um Verslunarmannahelgar, á þorrablótunum, á barnaleikunum og ekki síst við varðeldinn.

 

Eftirminnilegasta stundin fyrir svo marga, af svo mörgum ógleymanlegum er sennilega um Versló 2011 og meðfylgjandi mynd segir allt sem segja þarf.

 

Gleðipinninn í öllu sínu veldi

Nú er nýliðin Versló 2013 og þá var enginn „Garðar gleðipinni“ til að sprella hvorki í börnum né fullorðum, ástæðan auðvitað sú að þau hjón tóku upp á því að flytja frá okkur og sjá öruglega mikið eftir því.

En Garðar er Garðar og hann gleymdi okkur Kerhraunurum ekki þessa helgina og hafði gert ráðstafanir til að viðhalda þeim gamla góða sið að láta einhvern REIKA um svæðið með poka.

„Amma myndar“ tók að sér að REIKA um svæðið og leyfa fólki að REIKA svolítið og á meðan féll auðvitað öll myndataka niður..))) enda engin ástæða að birta það opinberlega þó einhver REIKI.

 

Skálað fyrir Garðari og Gestrúnu – SKÁL

 

Til að fanga stundina þá verða hér birtar myndir af fyrirsætum sem tóku að sér það hlutverk að sína hvað það þýðir að REIKA í Kerhrauninu um Versló.og skála fyrir brottfluttum Kerhraunurum.

Leikendur:Ásgeir Karlsson
Kristín Guðmannsdóttir
Guðrún Njálsdóttir 

Taka 1: Ásgeir testar það sem testa þarf 

Taka 2: Brosað í gegn um tárin

Taka 3: Er þetta nú ekki orðið nóg ??

Þær neituðu að hætta að og sungu fram undir morgun – Lagið um Garðar

Hann kátur stundaði kvennafar og kunni að súpa úr glasi.
Með hlátri slapp hann hér og þar úr hinu og öðru þrasi.
Hann konur vildu í kirkju fá og koma á hann spotta.
En ljónum þeim hann læddist frá og lét sér nægja að glotta.

Einn – tveir, nú allir gólum saman.
Allir þeir sem hafa af skál og kvennafari gaman.
Gráti, væli og gremjutóni ei gegni nokkur kjaftur.
Syngjum dátt og höfum hátt. Hellt’u í glasið aftur.

Og einn var það sem elda kunni allrahanda steikur.
Og hann sem er í maga og munni mjög á svelli veikur.
Þar veislu í daga nítján naut, því nægur reyndist forðinn.
En síðast burtu samt hann þaut og sílspikaður orðinn.

Einn – tveir… Og þannig hefur hann marga meyju margvíslega svikið.
Og hann veit lengra en nær sitt nef, sem nær þó skollans mikið.
Og alltaf skal hann elska þær af öllu mínu hjarta.
Og skil ei þó hann elski tvær, að önnur þurfi að kvarta.
Einn – tveir…

Að lokum þetta,  Eruð þið ekki til í að koma til okkar aftur ????