Endurvinnsla – flöskur & dósir í þágu Kerhraunara

Það hefur áður verið minnst á dósagáminn sem því miður er farinn á vit annarra ævintýra, það þýðir samt ekki að við séum hætt að henda flöskum og dósum, ó, nei en því miður fara þær oftar en ekki í „Heimilissorpgáminn“.

Því var það þegar flöskugámurinn fór að sett var í staðinn ruslafata..)) sem merkt var Kerhrauni og hafa Gunni og Sóley einu sinni séð um að losa og flokka og fengu fyrir það helming andvirðisins en hitt rann í veitingar á G&T deginum.

Nú vill stjórn endilega skerpa á þessu og mælast til að allir setji nú flöskur og dósir í þessa ruslafötu og Gunni mun þá alfarið sjá um að vakta fötuna og tæma þegar hún er að fyllast og með vorinu reynum við að stækka ílátið.

Þetta er bæði gott málefni og svo njótum við góðs af andvirðinu á þeim dögum sem við gerum eitthvað skemmtilegt saman eins og á G&T deginum og ekki síður um Versló.

sofi

Tökum höndum saman sem fyrr og stuðlum að flokkun á rusli/dósum/flöskum með hagsmuni allra að leiðarljósi.