Einhver verður að taka sig saman í andlitinu og læra að …..

Á aðalfundi kom það skýrt frá í ræðu formanns að við verðum að virða umgengnisreglur Kerhraunsins og það er alveg á hreinu að fundargestir sem var um helmingur lóðarhafa á svæðinu vissu allir, fyrir hvað þessi gámur er.4

Samt nokkrum dögum síðar er ærin ástæða til að senda smá tilkynningu út til hinna sem ekki vita til hvers gámurinn er.

Sunnudaginn 17. apríl gerðist það þrátt fyrir að gámastöðin í Seyðishólnum væri opin að einhver sem bræddi úr örbylgjuofninum ákvað að henda honum og hvar haldið þið að honum hafi verið hent, jú auðvitað í gáminn inn á svæðinu.

Meðal vor er einhvar sem hefur ekki áhuga á að hafa ruslagáminn á svæðinu eða er svo latur/löt að nennan er ekki fyrir hendi að fara með tæki og tól í Seyðishólagámastöðina.