Dittað að ýmsu í Kerhrauni 30. maí 2019

 
Fyrsti hluti T dagsins fór fram í blíðskaparveðri og tilvalið að kíkja á það sem ekki virkaði, Hörður og Finnsi brugðu undir sig betri fætinum og Gunna hökti með. Byrjað var á því að laga fyrra Kerhraunsskiltið en það hafði um tíma sveiflast fram og til baka og orðið pínu ruglingslegt fyrir ókunnuga að vita hvar Kerhraunið var.

Byrjað var á því að komast að staurfestingunni sem hélt skiltinu og þá kom í ljós að skrúfa sem átti að halda staurnum hélt ekki og ekkert annað að gera en að líma skiltið það niður og skrúaf allt fast, Finnsi var ekki lengi að vita hvað gera þurfti og brá sér heim að ná í steinlím og meðan ákvað Gunna að mynda það sem stóð á spaldinu.

Finnsi límdi allt heila klabbið saman og meðan það var að harðna þá skruppum við niður að ristarhliði við Biskupstungnabraut en þar þurfti að reka niður staur til að festa 30 km skiltið, Finnsi sveiflaði sleggjunni eins og enginn væri morgundagurinn og síðan var skiltið skrúfað á, búmm, næsta.

Um hríð hafði Kerhraunsskiltið niður við Biskupstungnabraut verið að sveiflast í áttina að því að beina fólki upp á Borg og  því kominn tími á að sjá við Kára vindi og tókst það allt og allir vita nú hvar Kerhraunið er…))

Í bakaleiðinni var límið orðið hart og ekkert annað að gera en að hífa allt upp aftur og nú keyra allir á 30 km hraða. vita öxulþunga og þungatakmarkanirnar hvenær þær eru…)))))