Desemberveður 2019 – Yndislegt og arfavitlaust

Helsta umræðuefni okkar þjóðar er örugglega veðrið og alls staðar er eitthvað í gangi,  af veðrinu eru birtar myndir hvernig það hagar sér „vel eða illa“ og héðan úr Kerhrauninu á ég sennilega birtingarmetið hvað það snertir. En talandi um veður þá verður ársins 2019 minnst sem „Fyrirmyndar veðurárs“ um það eru allir sammála.

Á öllum tímum er Kerhraunið fallegt að mínu mati og það koma stundir sem ég hef haft á orði að ég gæti verið og vildi vera á leið til himna þegar ég sé himininn skarta sínu fegursta, svo syrtir og þá gengur oft eitthvað á en núna varð þetta heldur verra enda veðrinu líkt við „Halaveðrið“, Linduveðrið“ og ef satt skala segja þá fór um þá gömlu þegar kristalkrónan var farin að klingja.

Eftir veðurofsann var ljóst að það varð gríðarlegt tjón víða á landinu sem tekur tíma að laga og koma í samt lag aftur.

Þegar veðrinu slotaði má segja að Kerhraunið hafi sloppið vel, minni háttar tjón sem laga má og erum við heppin en víða skóf í mikla skafla en svo var autt á milli. Helgin á eftir var moksturshelgi en allt kom fyrir ekki, Jói mokari var í þvílíku basli með blásarann og traktorinn vegna þess hversu snjórinn var harður og okkar „Reddari“ sem kom eins og þruma úr heiðskýru lofti þurfti oft að grípa til þess að nota bakkóið þar sem tönnin vann ekki á sköflunum.

Myndir af „Góðu og vondu“ veðri verður að eiga í myndabankanum og koma þær hér að neðan:

5. desember – fyrripart dags og síðan síðdegis sama dag


Síðdegis sama dag

Síðan komu nokkrir dagar sem voru bara ósköp venjulegir þar til að þriðjudagurinn 10. desember rann upp, þá byrjaði dagurinn gríðarlega fallegur en seinnipartinn breyttist veðrið svo í þetta hrikalega veður sem allir vita um. Um kl 21:00 datt vindurinn aðeins niður og varð svipaður og maður kannast við á vondum dögum.

Síðdegis og kvöld

 

Því miður hef ég ekki tíma til að setja inn vídíóin sem ég tók í látunum en það vita allir sem upplifðu veðrið hvernig það var. Þegar nýr dagur rann upp var en mikill vindur en lægði svo um hádegið og mikið var sú gamla fegin. Finnsi fór í könnunarleiðangur og sá strax að hann væri ekkert að fara í vinnu en auðvitað vonuðumst við eftir að Jói mokari kæmi á fimmtudeginum eins og hann lagði til en allir vita hvernig það fór, karlgreyið varð bara að kúra kellu sinni hjá. Friðrik Gunnar Berndsen var líka mjög duglegur að miðla upplýsingum og jafnvel kannaði hann hvort við værum orðin svöng, svona eiga nágrannar að vera og erum við hjónin honum afar þakklát.

11. desember – Fyrri partur dags var hryssingslegur en sólin reyndi sitt besta til að fegra og dagurinn endaði vel.

Fimmtudagurinn 12. desember rann upp bjartur og fagur en síðan tók frost að herða og fór upp í -18 á mæli hjá Herði og formanninum. Hallur var sá fyrsti sem mætti á svæði til að kanna og þau hjón klöngruðust upp snjóskaflana og þá var mínum nóg boðið og sagði að ef Jói yrði ekki kominn um hádegi á föstudeginum þá kæmi hann með gröfuna því hann var að fá mann til að vinna fyrir sig. Mikið var ég fegin að Jói kom ekki því það fyrsta sem Hallur gerði var að moka okkur út enda frúin sem sat með 2 glóðaraugu og sködduð gleraugu varð að komast til byggða.

Seinnipart 11. des. tók frost að herða úr auðvitað urðu úr því alls konar skúlptúrar sem maður gatt dáðst af.

Föstudagurinn 13. var fallegur í alla staði og eilíf bið eftir Jóa sem svo á endanum kom ekki en í staðinn mætti okkar maður og  tókst að semja við hann að ryðja stofnæðar, OMG hvað við erum heppin að hafa hann og náði ég engum nærmyndum af honum við 1. mokstur….)

Fanný tók mynd af jólaljósunum sem höfðu staðið af sér veðurhaminn, líka skaflinn hjá þeim sem var gríðarlega mikill .

Hallur fór snemma af stað á laugardeginum til að kláraað moka það sem eftir var en hann var rúma 7 tíma báða dagana að moka enda snjórinn með eindæmum harður og leiðinlegur viðureignar. Hrafnhildur náði að stöðva Hall og sendi mér þessar myndir.

Síðustu myndirnar að þessu sinni eru af stafafurulundinum á E svæði en þar voru öll tré snævi þakin og gríðarlega falleg.

Að lokum langar mig að benda kynsystrum mínum á að neðangreind heimilisverk geta öll verið stórhættuleg og mætti draga úr þeim svona þannig að enginn sjái, vantar að vísu ryksuguna.. Tala af reynslu…..))))