Breyting á G&T degi – hluti hans verður 27. maí og önnur verk þann 3. júní

Eins og þið vitið kæru Kerhraunarar eftir lestur tölvupóstsins sem þið fenguð þá eru breytingar á fyrirkomulagi G&T dagsins, eins og okkar er von og vísa þá gerum við gott úr þessu enda gaman að segja frá því að 15 grenitré verða gróðursett þetta árið og þau greiðast að fullu úr flöskusjóðnum sem sýnir okkur hversu mikils virði þetta framlag okkar er. Í framtíðinni geta svo barnabörnin okkar sagt sínum börnum að öll þessi tré séu tilkomin út af dugnaði afa og ömmu að safna flöskum..)))

Gaman væri að þið létuð sjá ykkur eitthvað báða dagana.