Kerhraun

Áríðandi skilaboð til allra Kerhraunara – ÞÍN SKRÁNING GETUR SKIPT SKÖPUM

Nú styttist í að skráningu vegna hitaveitu ljúki. Enn vantar nokkuð á að þeir sem sýnt höfðu áhuga að taka tengigjald staðfesti og mikið vantar upp á að þeir sem sýnt höfðu áhuga á tengiréttargjaldi sendi inn staðfestingu.

Tengigjald er 500.000 kr – 75.000 kr sem er frítt vatn í eitt ár frá því að heitt vatn byrjar að renna.

Að fá hitaveitu fyrir 425.000 kr. er eitthvað sem við megum ekki gefa frá okkur.

Eins er mjög mikilvægt að sem flestir sem ekki eru með húseignir á svæðinu, skrái sig fyrir tengiréttargjaldi sem er 150.000 kr. Með því að skrá sig fyrir tengiréttargjaldi ert þú að hjálpa til við að koma hitaveitu inn á svæðið. Hún er þá til staðar þegar þú byrjar að byggja. 

Síðast en ekki síst má ekki gleyma því að með því að fá hitaveitu á svæðið erum við bæði að auka lífsgæðin á svæðinu sem og verðmæti eigna okkar þar, bæði húsa og lóða.

Kæri Kerhraunari, að hika í þessu mikilvæga máli getur orðið okkur dýrkeypt, mjög ólíklegt er að svona tækifæri gefist aftur á komandi árum.

Minnum á glærukynningu á heimasíðu.