Andlátsfrétt

Sigríður Kolbrún Þráinsdóttir eða Sigga hans Ella eins og fréttaritari kallaði hana alltaf andaðist 29. desember sl. á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sigga og Elli áttu bústað í Kerhrauni 6 og nutu þess að dvelja þar en síðustu ár höfðu þau hjónin átt við heilsubrest að stríða og þá fækkaði ferðunum i Kerhraunið.

Fjölskyldutengsl við aðra Kerhraunara spilaði stóran þátt í ekki ófáum ferðum milli bústaða nr. 5 og nr. 82 þar sem systir hennar Margrét og Torfi áttu þar bústað.

Kerhraunar senda Ella, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Siggu.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.