Andlátsfrétt

Snjólaug Einarsdóttir eða Snjólaug hans Sigga eins og fréttaritari kallaði hana alltaf andaðist 27. janúar sl. Siggi og Snjólaug reystu sér bústað í Kerhrauni 27 og nutu þess að dvelja þar, Snjólaug greindist með Parkinson fyrir nokkrum árum og mátti sjá að það tók á hana en þessi hugrakka kona fór erlendis 2021 í mikla aðgerð til að reyna að bæta lífsgæði sín og stóð sig eins og hetja og mætti meira að segja á síðasta varðeld hjá okkur Kerhraunurum.

Kerhraunar senda Sigga, sonum þeirra, tengdadætrum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Snjólaugar.Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.