Aðalfundur verður haldinn 16. apríl og hefst kl. 19.30

Stjórn Kerhrauns, félags frístundahúsaeigenda boðar hér með til aðalfundar félagsins árið 2024.

Fundurinn verður haldinn ÞRIÐJUDAGINN 16. apríl nk. í húsnæði Rafmenntar að Stórhöfða 27, (gengið inn að neðanverðu), 110 Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 19:30.

Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum félagsins:

1.     Skýrsla stjórnar og umræður um hana.

2.     Framlagning ársreikninga 2023 til samþykktar 

3.     Kosning formanns.

4.     Kosning annarra stjórnarmanna.

5.     Kosning varamanna.

6.     Kosning skoðunarmanns og varamanns hans.

7.     Framkvæmda- & félagsgjald 2024 lagt fram til samþykktar. 

8.     Önnur mál.