Aðalfundur Kerhraunara 2015 – Mottumars

Það er einu sinni á ári sem við Kerhraunarar hittumst og tökum sameiginlegar ákvarðanir um framkvæmdir ársins, að þessu sinni var aðalfundurinn þokkalega sóttur en að mati stjórnar ætti fleira fólk að mæta því þetta er vettvangur fólk til að láta skoðanir sínar í ljós.

Ekki síður til að kynnast félaginu og fá áhuga á að setjast í stjórn og láta gott af sér leiða.

Það skemmtilega er að átakið „mottumars“ er í gangi og því skörtuðu nokkrir Kerhraunara mismunandi útgáfum af skeggi.

 

IMG_0182

Hennig skartar „Mottu“

IMG_0189

Guðmundur „Alskeggi“

IMG_0183
Sumir kusu að hafa þetta einfalt og auðvelt í allri umhirðu

Hvernig „Mottumars“ reiðir af kemur í ljós en af okkur er það að frétta að allar ákvarðanir sem teknar voru á fundinum má finna á innraneti undir „Aðalfundir“ og myndirnar líka.