Á þorrablóti Kerhraunara 2014 – samantekt

Þeir misstu sko af miklu sem ekki lögðu leið sína á „Þorrablót Kerhraunara“ sem haldið var 8. febrúar 2014 í Hraunhamri 99, nánar tiltekið hjá Hans og Tótu.

Fyrst þarf að byrja á því að þakka Hans og Tótu innilega fyrir lánið á þeirra fallega húsi, þegar við mættum þá tók ÖLL fjölskyldan á móti okkur. Fyrir þá sem ekki vita þá búa þarna, Hans, Tóta og Rusty sem var vinsælasti fjölskyldumeðlimurinn þetta kvöld, enda er talið víst að Fanný hefði ekki ráðið eins vel við Hans eins og Rusty.

 

P1020226

 

Boð höfðu verið látin út ganga að til að gera kvöldið sem skemmtilegast,  þá gæti líka verið gaman að þeir sem ættu eitthvað skemmtiefni í fórum sínum tækju þau með sér, mæting væri stundvíslega klukkan 18:30 og það voru eingöngu þeir sem vissu ekki hvert þeir voru að fara sem mættu 5 mínútum of seint

Skilaboðin sem fólk fékk áttu að gera lesenda póstsins skiljanlegt að nú þyrfti að bretta upp ermar, efnið væri nú ekki sérstaklega erfitt og auðvelt ætti að vera að setja saman „Minni kvenna“, aftur á móti gæti það þvælst fyrir gestum að botna vísurnar.

Fyrir þá sem ekki þjást af skáldastíflu þá eru fyrripartarnir þrír eftirfarandi.

Sviðin og magálr seðja sult,
af söngvatni tæru er glasið fullt.

Vertu svo kát við karlinn þinn,
þó kippi hann undir morguninn.

Um afleiðingarnar enginn spyr,
því ástina glæða pungarnir.

Guðrún ákvað alveg upp á sitt einsdæmi að taka að sér „Minni karla“ og tilgreindi að hún ætlaði ekki að tala um hversu slæmt minni karlar þjáðust af.

Rétt áður en gestina fór að drífa að kom í ljós að Hans var hvergi að finna, fljótlega fannst hann við að skipta um peru í útiljósinu enda verður að vera hægt að „kveikja á perunni“ sérstaklega á kvöldi sem þessu þar sem reynir mikið á heila fólks.

 

P1020152

 

Ástæða þess að þessi mynd er valin er sú að það er gaman að segja frá því að „Gamli formaðurinn“ var mættur með sína frú á hárréttum tíma og sæt eru þau, það verður að segjast.

 

P1020155

 

Það leið ekki á löngu þar til allir voru mættir og bauð Hans okkar kæri formaður fólk hjartanlega velkomið, allt væri til reiðu enda langur og strangur undirbúningar að baki og ekkert annað en að bjóða fólki að gjöra svo vel.

 

P1020188

 

Það varð enginn fyrir vonbrigðum með matinn og óhætt að segja að enginn hafi farið svangur heim enda rann maturinn ljúft niður með alls konar mismunandi fljótandi gerðum af vökvum.

Sumir skemmta sér alltaf miklu betur en aðrir, þar má fremstan í flokki telja Guðbjart okkar Greipsson og óhætt að segja að það þarf aldrei að leita að tækifæri til að ná honum svona brosmildum enda verið að lesa sérstakt innlegg frá honum sem vakti mikla kátínu.

 

P1020210

 

Hans var snöggur að bjarga því þegar enginn tók undir að flytja „Minni kvenna“ og tilkynnti að hann hefði mikinn áhuga á að flytja það sem hann kallaði bæði „Minni karla og kvenna“.

Tókst honum vel til og í lokin bað hann „eiginkonu sína“ að koma sér við hlið og hóf að lofa hana í bak og fyrir, fyrir akkúrat það sem við konur erum að reyna að brjótast út úr……))))) og það má glöggt sjá að Tóta er ekkert að gefa honum 10 fyrir þessa upptalningu þó lesningin væri skemmtileg fyrir karlana.

 

P1020228

 

Hjónakornin Alli og Unnur voru að mæta í fyrsta skipti á „Þorrablót Kerhraunara“, (Alli er hinn helmingurinn af „Stórdúett Lúlla og Alla“) og kom hann færandi hendi með fullt af skemmtilegum bókum sem fóru í verðlaunaafhendinguna fyrir góðan botn og átti Alli líka eftir að koma mikið við sögu síðar um kvöldið.

 

P1020169

 

Vísubotnarnir höfðu flætt inn og munaði litlu að kassinn sem átti að skila í yrði allt, allt of lítill.

Botn kvöldsins var tvímælalaust þessi:

Vertu svo kát við karlinn þinn,
þó kippi hann undir morguninn.
Eins og Gunna er við Finn
landsins mesta öðlinginn.

Höfundur botnsins var enginn annar en Hörður Gunnarsson og fékk hann bókaverðlaun og hann átti eftir að sópa að sér fleiri verðlaunum síðar um kvöldið.

 

P1020186

 

Annar góður botn sem upplýsa þarf um hver botnaði hljóðar svona: (Gunna)

Vertu svo kát við karlinn þinn,
þó kippi hann undir morguninn.
Því hann er hin mesta mannvitsbrekka
bara ef hann fær nóg að drekka.

Síðan kom þessi og ekki var nokkur leið að finna þann sem átti hann: ???

Sviðin og magálar seðja sult,
af söngvatni tæru er glasið fullt.
Þorinn færir hreysti og þor,
súra punga og sultutrog.

Það var líka gaman að rölta um og kanna hvað væri í gangi á hinum ýmsu stöðum hússins og eftirfarandi er nokkar myndir af gestum kvöldsins.

 

P1020172

 

Þrátt fyrir að langt væri liðið á kvöldið voru þorrablótsnefndarkonar enn að, enn og aftur verður að þakka þeim fyrir hversu vel þær stóðu sig.

 

P1020175

 

Rótarinn búinn að færa Lúlla söngvatn enda að styttast í að dúettinn troði upp, atriði þeirra átti eftir að koma dúettnum sjálfum mikið á óvart.

 

P1020148

 

Rusty var svolítið feginn þegar fólk stóð upp úr sófanum enda er þetta pínu „hans“ staður en ekki „Hans“.

 

P1020193

 

Vonandi skemmti Rúnar sér konuglega og kemur aftur að ári með fjórar í taumi.

 

P1020204

 

Kvennaskólapíurnar höfðu brugðið sér út undir vegg að ræða alveg örugglega sviðasultugerð og hvað orðið hafi að síldinni sem átti að vera í boði.

 

P1020211

 

Hallur kunni sko vel að meta brandarann um hundrað þúsund karlinn enda með stórútgerð og þetta bara smápeningar fyrir hann…))))), hann gæti jafnvel séð viðskiptatækifæri í þessu, bara að finna réttu skvísuna.

 

P1020215

 

Gunna og Finnsi á góðri stundu, sjaldan tími í þetta á þorrablóti. Gunna átti eftirfarandi botn svo ekki er öll von úti.

Vertu nú kát við karlinn þinn,
þó kippi hann undir morguninn.
Þetta er tilbreyting frá ómi af hrotum,
hélt að heils´ans væri komin að þrotum.

En hvað skyldi Lovísa vera að gjóa augunum á?

 

20140208_232028

 

Þær kunna svo sannarlega að skemmta sér og líka að „pósa“ en ekki skal sagt neitt um það hvort þær voru að fara á hvolf eða myndin tekin svona, þetta er samt skemmtileg mynd að hafa svona.

 

P1020207

 

Ásgeir og Kristín hin virðulegustu að vanda enda búin að vera í afslöppun í pottinum og svo þarf Ásgeir líka að vera alveg með á nótunum enda þjóðkunnur rannsakandi.

Spurningakeppnin sem komin er til að vera virðist alltaf æsa fólk og allir virðast vilja vinna, keppnin er byggð upp með það í huga að fólk fræðist um Kerhaunið og verði smá saman alfæðibækur Kerhraunsins.

Spennandi keppni og lauk með því að eitt liðið sigraði, skrýtið, nú er bara beðið eftir að myndin af sigurliðinu komi í hús svo hægt verði að birta hana síðar.

Vinningsliðið fékk freyðivín og kerti í verðlaun, það voru sko allir sáttir við að fá þau, enda Tóta búin að búa til gríðarlega falleg þorrakerti sem konurnar slógust um að velja hið eina rétta.

 

tota

 

Það var komið að hápunkti kvöldsins en það var eins og áður hefur komið fram „Stórdúett Lúlla og Alla“ enda kominn tími til, því úr herberginu höfðu verið að berast hin fallegustu hljóð í langan tíma þar sem stífar æfingar höfðu átt sér stað.

Til að gera fólki auðveldara fyrir að taka undir hafði Alli útbúið „Kerhrauns söngbók“ og það var sko vel að verki staðið Alli minn, takk innilega.

Hvað er hljómsveit á aðdáenda ? Ég náði ekki mynd að dúettnum einum og sér en mikið eru þeir nú öfundsverðir að geta töfrað fram þessa fallegu tóna.

 

20140208_213105

 

Lovísa og Unnur kunna vel að meta tónana frá sínum mönnum og sagan segir að Lovísa sé vön að sofna út frá gítartónum Lúlla allt frá 15 ára aldri og til dagsins í dag.

 

P1020241

 

En það sem ég vildi sagt hafa er að þið Lúlli og Alli eruð sko snillingar og ég sé fyrir mér að þeir munu eiga eftir að koma oftar við sögu á „Þorrablóti Kerhraunara“ og það verður að segjast alveg eins og er að hvað er meira gaman en að vera saman, syngja og skemmta sér eins lengi og úthaldið leyfir.

Að lokum má geta þess að það kom dúettnum á óvart hversu vinsælir þeir eru og svo er það góður eiginleiki að geta verið hvar sem er með gítarinn þegar leikið er hann.

 

P1020243

 

P1020242

 

 

P1020244

 

Í lokalaginu er það alltaf þannig að tekið er rólegt lag til að gefa fólki kosti á að vanga smá stund og svo má alltaf klappa upp.

Þorrablótið tókst í alla staði vel og mikið var gaman að eiga með ykkur öllum svona skemmtilega stund og ég vona að árið verði fljótt að líða svo ég geti hitt ykkur að ári á „ÞORRABLÓTI KERHRAUNARA“ 2015.

Fleiri myndir sem teknar voru á þorrablótinu má finna á innraneti í möppunni Þorrablót 2014.