Verðrið er í þeim gír að það skiptist á sól, vindur, sól og vindur, hagl, dimmara hagl og svona gengur þetta og búið að gera í allan dag. Mönnum brá í brún þegar litið var út því stærra hagl hefur ekki sést á lofti, allavega ekki í Kerhrauni. Þegar betur var að gáð þá var þetta ekki hagl heldur einangrunarplast sem kom fljúgandi frá Halldóri á B-svæðinu en hann hafði sjálfur farið fljúgandi á Ísafjörð og voru því 2 menn á hans vegum að reyna að redda því sem reddað varð.
En okkar maður hann Hans hafði áður komið í veg fyrir að þakjárnið færi líka á flug með því að setja á það meira farg enda hefði það ekki boðað gott að fá þakjárnið á flug.
Vegna mikils roks var erfitt að ætla sér að fara í björgunaraðgerðir en Hans tókst þó að ná nokkrum plötum en vonandi tekst að ná þessu saman enda var þetta komið um allt svæðið og lág á víð og dreif.
Hér kemur einangrunarplastið fljúgandi
nauðlending og „Gula flugan“ skíthrædd