Orðin sem Hans lét falla í afmælinu mínu um að Kerhraunið væri mér ofarlega í huga eru orð að sönnu og frábæra gjöfin hans kemur svo sanarlega að góðum notum þessa dagana.
Hversu oft hef ég ekki tekið lokið úr og hleypt út lofti og sagt við sjálfa mig að það verði ekki svo langur tími þar til ég kemst aftur í sæluna. Elsku Hans, þetta á eftir að hjálpa mér að ná skjótum bata enda dreymir mig um að komast austur sem fyrst.
Það er sko ekkert slor að opna augun og sjá þetta fyrir framan sig
Mig langar að þakka öllum þeim sem hjálpuðu mér daginn sem ég vil helst gleyma sem fyrst, þið stóðuð ykkur svo vel. það var svo notalegt að finna þann samhug sem ríkti meðan beðið var eftir sjúkrabílnum og hafi ég þvælt einhverja vitleysu þá var það gert undir áhrifum lyfja..))
Anna, Stjáni og Tóta, get ekki fullþakkað ykkur, mun skakklappast til ykkar eins fljótt og ég get.