Það eru ekki allir sem þekkja Tótu en allir þekkja Hans, Tóta er sem sé konan hans Hans og er landsfræg fyrir störf sín í eldhúsinu. Sunir kalla hana „Mamma terta“ aðrir „Nammi Tóta“ en hvað sem því líður þá kemur þú aldrei að tómum kofanum hjá Tótu.
Nú ætlar Tóta að koma með KERBÚÐ TÓTU í Kerhraunið nk. laugardag og verður búðin staðsett við vegamótin hjá Sóleyju og Gunna og þú verður ekki svikin af því að kíkja í kerruna í KERBÚÐ TÓTU.
Eina sem gera þarf ef þú ætlar að versla er að skilja eftir peninginn í bauknum. Síðar komar kannski einhverjar fleiri afurðir frá KERBÚÐ TÓTU.