Unnið að lausn vanda kalda vatnsins – vonandi sér fyrir endann á þeim vanda

Þrátt fyrir að hreppurinn hafi yfirtekið kaldavatnslögnina í Kerhrauni fyrir mörgum, mörgum árum þá hafa verið viðvarandi vandamál, aðallega hjá „Kúlubúunum“ sem helgi eftir helgi eru vatnslaus. Hreppurinn hefur lengi vitað af þessu vandamáli en lítið gert til þess að finna hina raunverulegu lausn sem allir geta verið sammála um að eigi að finnast enda borgar fólk fyrir vatnið og á því að fá vatn.

1000 símhringingum síðar og þar sem þrýstingurinn hefur líka verið minni hjá fleirum þá var loks farið að vinna vonandi að alvöru við að finna lausnina. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum mun hafa verið settur rennslismælir rétt hjá Elfari formanni og það sem þessi mælir gerir er að mæla það rennsli sem fer inn á svæðið en er það nú alveg víst að þó það renni fram hjá Elfari að það komi í kranann minn..)), fullt af holum á leiðinni.

Að hugsa jákvætt er alltaf best, þess vegna er flott að eitthvað sé verið að vinna í þessu.

 

.

 
.


.

.

.

.