Haustið 2016 hefur verið sérstaklega fallegt í Kerhrauni

Það er pínu langt um liðið síðan fréttir hefa verið skráðar á heimasíðuna en það er ástæða fyrir öllu þannig að nú skal haldið aftur á stað.

Kerhraunarar hafa verið duglegir þetta sumarið og víðast hvar eitthvað verið framkvæmt, byggt, endurbyggt, gróðursett, lóðir seldar og keyptar og þannig er nú bara gott samfélag. Framkvæmdum er lokið nema ef strákarnir ætla að setja upp snjóvarnir til prufu og það fer að koma að því að auglýsa skráða mokunardaga í vetur þó enginn sé snjórinn en hann skellur á fyrr en varir.

Neðangreind mynd var tekin í dag 14. október og sýnir að skessan í Hæðarendalæk er farin til fjalla en í staðin er komin gimbur sem samkvæmt áræðanlegum upplýsingum á að „setja á“ sem á bændamáli þýðir að hún fær að lifa, verða rolla og eignast lömb…))), mikið er gott að hafa þetta alveg á hreinu fyrir þá sem eru í veiðihug þessa stundina, sem sé á að láta hana í friði.

fullsizerender

Það hafa líka verið falleg kvöldin í Kerhrauni þegar sólin leikur sér að því að setjast bak við Búrfellið.

img_3644

Haustið kom með alla sína fallegu liti og það ber enginn á móti því að þeir séu fallegir þó flestir viti að þeir boði sumarlok.

img_3964

img_3967

img_3969

img_3972

img_3976

Í lokin er hér mynd sem tekin er líka í dag, 14. október 2016 en þar má sjá það sem sumir segja að sé „hinn besti jólamatur“

fann