1. stjórnarfundur nýrrar stjórnar 2023

Einhvers staðar heyrði fréttaritari að það væru allir brjálaðir í að fylgjasst með störfum stjórnar og allir vissu hverjir væru í stjórn…))), hvað sem því líður þá er alltaf gott að hafa þetta nú alveg á hreinu.

Hörður Gunnarsson formaður blés í lúður og allir mættu á mínútunni miðað við fundarboð.

Nú það var eins og við var að búast , hörkufundur og lið fyrir lið var þrætt í gegnum málefnin.

Til að eiga nú minningar um þennan fund þá skellti Fanný í eina mynd.

Fyrir þá sem ekki nöfnin vita þá er talið frá vinstri:
Ásgeir Karlsson,
Guðrún Njálsdóttir,
Hörður Gunnarsson,
Hans Einarsson og
Svava Tyrfingsdóttir

Fundargerðin er komin undir Stjórnarfundir á innraneti