Vorjafndægur og einmánuður hafinn

Í dag 20. mars 2014 eru jafndægur að vori, þá rís sólin klukkan 07:28 og sest klukkan 19:44 sem þýðir að nótt er jöfn degi. Á morgun fagnar ljósið sigri yfir myrkrinu og þá er einnig fyrsti dagur einmánaðar í dag, en það er sjötti mánuðurinn í gamla norræna tímatalinu.

Þess má geta að í dag er í fyrsta sinn haldinn Alþjóðlegi hamingjudagurinn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og er mælst til þess að þá hugsi allir menn um hamingju sína og annarra.

Vonandi eru flestir Kerhraunarar hamingjusamir, við skulum óska þess að svo sé.

„Lífshamingjan felst í göfgi hugsana þinna,“ sagði rómverski keisarinn og heimspekingurinn Markús Árelías. Hann bauð okkur ennfremur að vera ekki að dreyma um það að eignast allt sem maður á ekki, heldur njóta þess sem maður hefur og minnast þess hve mjög mann lengdi eftir öllu því sem maður á ef maður ætti það ekki.

Að lokum ná nefna að laugardaginn 20. mars verður tendrað á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey og mun hún loga í viku.

 

vorjafn