Vindpokinn með vindverki – lagfæring

Meðlimir FK með Finnsi í fararbroddi ákváðu að ekki væri hægt að láta grey vindpokann þjást öllu lengur enda orðinn einum lit styttri og koppafeitin alveg að drepa hann. Hörður (FK) sveiflaði sér á stöngina og tók pokann niður og Finnsi dró fram suðuvélina og hanskana og lengdi aðeins í stönginni svo vogaraflið yrði meira fyrir pokann.

Guðrún (FK) tók fram  menjuna og penslaði í bak og fyrir, síðan spray og kviss, kvass, búng, pokinn tilbúinn til uppsetningar.

Meðlimir Fimleikafélag Kerhraunsins fór svo á vettvang og skelltu upp nýjum poka með miklum tilþrifum enda var æfing dagsins, limaburður. Æfingin tóksst vel eins og uppsetningin, nú ætti vindpkinn að duga um langan tíma.

Bilde 3016