Viku fyrir VERSLÓ fór formaðurinn okkar á hliðina, já segi og skrifa, á hliðina

Eins og allir vita þá eigum við frábæran formann, en öllum getur okkur orðið á og það var einmitt það sem gerðist hjá formanninum um síðustu helgi.

Stjórn hefur verið að undirbúa fyrir VERSLÓ og hans hlutverk var að koma efni á brennuna, þegar allt efni var komið á staðinn þá bara fór það þannig að hann komst í svaka VERSLÓ fíling í Gilinu sem endaði með því að hann fór á hliðina.

Nú spyrja menn og konur sig hvernig það hafi nú getað gerst en stundum er það bara þannig að það er betra að líta ekki um öxl, heldur horfa alltaf fram á við, því þá er mestur möguleiki að maður fari ekki á hliðina.

 

 

 

Hér má sjá atvikið sem næstum varð til þess að hann rúllaði heilan hring en allt fór þetta nú vel að lokum, Gunna kom á „Grænu flugunni“, kippti í hann, saman fóru þau heim á leiktækjunum sínum og hlakka mikið til næstu helgar….))))) enda fór þetta allt vel að lokum og Hans ómeiddur.