Verslunarmannahelgin 31. júlí 2010

Laugardaginn 31. júlí er komið að því að halda þriðju Verslunarmannahelgarsamkomuna, í þetta sinn verður dagskráin tvískipt. Planið er að gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin um daginn, því eru öll börn beðin um að mæta við vegamótin hjá Sóley (húsið við endan á beina kaflanum inn á svæðið) kl. 15:00 og reikna má með því að þau verði að til kl. 17:00.

Hin hefðbunda dagskrá er um kvöldið, þar verður varðeldur tendraður kl. 21:00 og hver veit nema eitthvað skemmtilegt gerist og þeir sem þekkja Garðar og Reyni vita að þeir klikka ekki enda umsjónarmenn þessa dags. Heyrst hefur að REIKA siðurinn sé að leggjast af en það ber að láta þessar sögusagnir sem vind um eyru þjóta en fyrst og fremst er að koma saman og eiga skemmtilegan dag.

 

Dagskráin verður auðvitað háð veðri og vindum en það er fátt sem getur stöðvað okkur KERHRAUNARA ef við ætlum á annað borð að skvetta úr klaufunum.