Versló er laugardaginn 30. júlí 2011

Laugardaginn 30. júlí er komið að því að halda fjórðu Versló og í þetta sinn verður dagskráin tvískipt. Eitthvað skemmtilegt verður á dagskránni fyrir börnin um daginn, því eru öll börn beðin um að mæta við vegamótin hjá Sóley (húsið við endan á beina kaflanum inn á svæðið) kl. 14:00 og reikna má með því að þau verði að til kl. 16:00. Þar sem aldraðir hafa líka skemmt sér vel eru þeir auðvitað líka velkomnir.

Íþróttaprinsessa Kerhraunsins Emilía Ósk Garðarsdóttir og faðir hennar hinn landskunni gleðigjafi Garðar Vilhjálmsson munu sjá um að hafa ofan fyrir börnum og fullorðnum.

Hefðbundin dagskrá er um kvöldið, þar verður varðeldur tendraður kl. 21:00 og auðvitað verður stuð og aftur stuð og jafnvel „Afi myndar“ verður á svæðinu. Heyrst hefur að REIKA siðurinn sé að leggjast af en það verður að koma í ljós um kvöldið en fyrst og fremst er að koma saman og eiga skemmtilegan dag.