Vegurinn – verklok við ofaníburð og lagfæringar

Lokið hefur verið við að setja fyllingar í veginn á þessu ári og vonandi eru allir ánægðir með framkvæmdina, en reynt var að setja efni í vegina þar sem snjósöfnun hefur verið mest á undanförnum árum. Við hefðum getað framkvæmt miklu meira en fjármunir til viðhalds vegsins eru takmarkaðir en við sjáum þó að þetta er skref í rétta átt og á næsta ári ef fjárveiting verður með svipuðum hætti, þá getum við haldið áfram á sömu braut.  

Heflun vegina er lokið, því er afar mikilvægt að sumarhúsaeigendur í Kerhrauni og gestir þeirra aki ekki allir í sömu hjólförunum heldur reyni að hjálpa okkur að þjappa vegina jafnt niður, rétt er þó samt að benda fólki á að vegkantar geta verið varasamir í það minnsta þar sem þykkt vegarinns er mest, td í Hraunbrekku við húsin hjá  Þránni og Erik (á Sléttunni).

Kerhraunarar eru beðnir allir sem einn að virða 30 km hámarkshraða skilyrðislaust.