Vegagerð á „Sléttunni“ sem Elfar geri með stæl

Lítið hefur farið fyrir vegaframkvæmdum á árinu en það stafar af því að í gangi eru hitaveituframkvæmdir sem valda röskun tímabundið á svæðinu og því verður ekki farið í að keyra i vegi fyrr en þessum framkvæmdum er lokið. Þó var nauðsynlegt að laga vegkant á Sléttunni sem varð of hár þegar borið var í veginn í fyrra.

Tók formaðurinn sig til þar sem hann er með gröfu til umráða, fékk Guðmund á Klausturhólum til að koma með grjót sem hann sá svo um að raða í kantinn og gerði þetta svona ljómandi vel.