Vegaframkvæmdum næstum lokið – umönnun næstu daga

Framkvæmdir við veginn gengu ágætlega enda var veður hið ákjósanlegasta til allra framkvæmda. Nú þegar efnið er komið á veginn þá verður að leggja höfuðáherslu á það að fara um hann mjúkum hjólum, það sem þarf að gerast næstu dagana er að hann nái að haldast sem mest eins og hann er í dag og hann verður að fá tækifæri til að keyrast jafn niður og þjappast saman og það gerist líka með hækkandi hitastigi.

Kerhraunarar, engan hraðakstur, reyna að keyra ekki alveg eftir miðjum veginum svo ekki komi hjólför, til að ítreka þetta þá hefur verið komið fyrir bráðabirgða skiltum með ábendingu um hámark 30 kr/klst., það kom fljótlega í ljós eftir að verki lauk að þar var keyrt lang, langt yfir þeim hraða sem yfir höfuð á að vera á svæðinu burtséð frá því að eitthvað hafi verið gert við veginn. Biðjið endilega þá sem koma í heimsókn að virða þennan hraða, Gunna þurfti að pikka í tvo sem fóru of hratt en þeir fyrirgáfu henni rausið í lokin..))).

Mönnum/konum hættir til að taka dálítið hressilega af stað þegar hliðið opnast og þá kemur far, passa inngjöfina og holan kemur ekki.

Skiltin voru útbúin í morgunsárið á laugardag og eru ekki sérlega smart, en látum þau minna okkur á veginn um tíma og svo verða þau tekin niður.

2

1

3

4