Vegaframkvæmdir eru hafnar við „Gömlu Biskupstungnabrautina“

Loksins, loksins fer að sjá fyrir endann á þessu vegavandamáli, það er skemmst frá því að segja að fimmtudaginn 4. júlí hófust framkvæmdirnar og munu taka fljótt af.

Það er mikilvægt að þeir sem þurfa að fara um veginn taki tillit til þess að þarna eiga sér stað vegaframkvæmdir sem gætu tafið fólk en þess ber að geta að það er opið á milli hólanna, sem sé opið í báða enda.

Það er von stjórnar að þetta valdi ekki fólki vanda og allir verði voða glaðir að sjá að loksin er eitthvað að gerast.

Svo er bara að vona að blessaðar rollurnar hlaupi ekki í gegnum hliðið meðan það er opið

 

raudam