Væntingar miklar um hitabylgju 24. mars 2012, en það fer ekki alltaf eins og spáð er fyrir um

Hver kannast ekki við tilhlökkunina sem byggist upp innra með manni þegar í útvarpinu glymur allan daginn að eftir langan og erfiðan vetur sé hitabylgja á leðinni og meira að segja muni hún hitta á að vera um helgi þegar flestir eru í fríi.

Sjálf var ég orðin það spennt að ég svaf næstum ekkert aðfaranótt laugardagsins því í Kerhraunið vildi ég vera mætt í morgunsárið. Með stírur í augum og hálf krumpuð skreið ég á fætur og leit út, jú viti menn þarna var smá sólarglæta, við þessa sjón hrópaði ég það hátt að Finnsi stóð jafnfætis á gólfinu og spurði „Hvað gengur eiginlega á?“

„Það er komin hitabylgja“  hrópaði ég og við verðum að fara austur og það sem fyrst. Morgunmaturinn var lokið af í flýti, allt ef allt skyldi kalla var sett í bílinn og fyrr en varði vorum við komin af stað en eitthvað var skyggnið ekki alveg í samræmi við væntingarnar og ég byrja að SMS á helstu tengiliði í Kerhrauninu, beið spennt eftir svari og viti menn svar kom: „Strekkingur og 6 stiga hiti“.

Var hitabylgjan að bregast okkur?, Finnsi reyndi að róa mig og sagði að skyggnið sem mér fannst ömurlegt væri mengun frá Evrópu og eins og ég gæti séð hjá Hellisheiðarvirkjun væri þar vindstrekkingur, ég sannfærðist þá að líklega væri sms svarið rétt.

En það á aldrei að missa trúna á það sem veðurfræðingar segja, þeir ljúga stundum en ekki alltaf, þannig að nú var bara að bíða og vona. Þegar í Kerhraunið var komið voru þar fyrst að sjá, Gunni og Sóley, Lúlli og Lovísa sem greinilega voru að leggja af stað aftur í bæinn, Heimaey full af fólki, Hörður kominn í gallann og Fanný í spraystuði, allt var með kyrrum kjörum hjá Sigurdóri  en þegar við nálguðumst Kúlusúk þá var bara þó nokkuð af fólki svo þetta lofaði góðu.

Ansi var hann nú hryssingslegur þegar komið var út úr bílnum en það var bara að láta sig hafa það, hleypa köldu og heitu vatni á og gera smá hreint því ekki veitti af þar sem staðurinn var yfirgefinn í flýti á síðasta ári.

Minnug þess að Steini hafði farið í trjáfluttninga fyrr í mánuðinum þá vildi ég endilega að við færðum svona eitt stykki líka, fyllt var á tankinn, út var haldið og gámurinn opnaður til að taka út tryllitækið og þá blasti HANN við mér þessi elska, HANN sem minnti mig svo mikið á góðar stundir frá því í fyrra, HANN átti það svo sannarlega skilið að HANN fengi að þjóna sínu hlutverki.

 

Já,  þetta var hatturinn sem var á, hvað eigum við að kalla hana, „Fuglahræðunni“ sem prýddi bílinn sem þið komuð með til mín á afmæliskvöldinu. Allar hugsanir um hitabygju og sólríkan dag fuku með vindinum og ég skellti hattinum á mig og varð samstundis 60 aftur.
:

 

.
Já, nú er það spurning, ég eða fuglahræðan ???????
.


.

Kúlusúkfáninn kominn upp
.


.
Prufuhola tekin og viti menn ekkert frost í jörðu og það í lok mars
.

.
Rétt stærð
.

.
Tréið stungið upp
.

.
Nú fer stóra skóflan á aftur
.

Kveðjur úr Kerhrauninu..))