Varnir við innkeyrsluhlið

2 vaskir Kerhraunarar þau Smári og Rut (íbúar að Hraunbrekku 60, Kerhrauni) tóku sig til þann 1. maí sl. og hófu miklar framkvæmdir við að setja girðingu við innkeyrsluhliðið. Þetta var alveg bráðnauðsynleg aðgerð því eins og alltaf þá reyna utanaðkomandi aðilar að finna aðrir leiðir en þær sem eru í boði inn á svæðið.

Eins og þeir sem til þekkja til þeirra hjóna þá var komin upp girðing á augabragði.

Kerhraunarar allir sem einn þakka þeim fyrir þetta góða framtak.