Þrátt fyrir að veðurguðirninr hafi reynt að setja strik í reikninginn með varðeldinn þá héldu menn sínu striki og plan BRENNUSTJÓRA var að varðeldur skyldi tendraður á slaginu kl. 21:00 og fyrir þrautseigju manna og gífurlega notkun á eldfimum vökva þá tókst að kveikja í næstum á tíma.
Fólk tók að streyma að þrátt fyrir rigninguna og fjölgaði svo þegar líða tók á kvöldið. Garðar sá um verðlaunaafhendinguna sem vakti mikla lukku, gítarleikarar slógu á létta strengi, fólk tók undir í söng og börnin grilluðu sykurpúða. REIKI var ekki í ár en í staðinn þess fengu Kerhraunarar sendingu frá „Höltu hænunni„.
Garðar lét ýmislegt flakka t.d. kann hann manna best að koma fólki á óvart bæði með láréttum og lóðréttum tertum. Ekki er vitað hvort gjallarhornið góða var með í för eða íþróttadrottning Kerhraunsins Emilía Ósk.
Þessi ljúfa kvöldstund tókst með eindæmum vel og verður endurtekin að ári liðnu.
Boðið var í partý hingað og þangað þó aðallega þangað og flestir fóru á Sléttuna til Garðars en „Amma myndar“ var ekki með í ár en saknaði þess sárt að vera ekki á staðnum en í staðinn koma myndir víða að og verða settar á síðuna um leið og þær berast.
.
.
Takið eftir eldfima vökvanum efst í kestinum
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Opinberar skýring: Á 10 mínútna kafla skall á niðadimm þoka í Kerhrauni
.
.
.
.
.
: