Varðeldinum og eldhugum gert hátt undir höfði í þetta sinn

Það er að skapast hefð fyrir því að Elfar, fyrrverandi formaður sé brennukóngur og í ár var ekki brugðið út af þeim vana enda maðurinn eldhugi mikill. Það er mikil kúnst að kveikja eldinn því veður geta verið válind og þá reynir á fimi eldhugans, í ár tókst sérstaklega vel upp, takk Elfar fyrir þitt framlag.

Í eftirfarandi myndskeiði verður eldinum og eldhugunum gerð skil í stuttu máli meðan eldurinn lifir.

Man einhver eftir þessari mynd sem tekin var á Versló 2010 ?

 


.

Þetta kallast að fórna sér fyrir verkefnið, en nafnið „eldhuginn“ dregur nafn sitt af þessu frábæra hlaupi

Allt tilbúið fyrir kvöldið og senn verður tendraður eldur
.

.
Allt gekk eins og í sögu og nú logar glatt
.

.
Hvað er að gerast hér, jú Gunni hlýtur að vera í læri hjá „eldhuganum“
og fær það verkefni að skvetta á eldinn, já á að
.


.

skvetta á eldinn

úps, hitti ekki í fyrsta en hann fær örugglega aðra tilraun
.

.
Hvað sem öllu líður þá er þetta allt til gamans gert og Kerhraunarar
undu sér vel í blíðunni
.

.
langt fram eftir kvöldi við söng og söngvatn og
.

.
senn mun þessi varðeldur ljúka sínu hlutverki,
.

.
í lok kvöldsins syngja sumir enn en aðrir drjúpa höfði