Upp eru komin vandræði vegna spurningakeppninnar

Það er ekki að spyrja að því þegar Kerhraunarar keppa hvor við annan, nú er enn og aftur komin upp sú staða að það eru efasemdir um að svörin séu rétt og jafnvel geti það haft áhrif á niðurstöðu keppninnar, dómarinn kýs að hafa möguleikana á myndinni í boði til að ákveða svar sitt.

Varðandi spurninguna:
Hvað er stóra útivistarsvæðið stórt?

Viti menn eitt liðið var alveg úti að aka hvað varðar stærðina, annað lið var með 11 ha og það lið sem vann var með 10ha.

Nú hefur einn keppandinn reiknað út í AutoCAD að svæðið er 10,97 ha og vill leiðréttingu…)))) og gerir kröfu til endurútreiknings.

Það upplýsist því hér með að samkvæmt samþykktu deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn á síðustu öld er svæðið sagt 10 ha og það ræður því að það svar er notað, aftur á móti verður að viðurkennast að sennilega hefur AutoCAD rétt fyrir sér og er því liðinu hans Finnsa boðið á G&T deginum upp á freyðivín og bjór í sárabætur sem sigurliðið fúlsaði við þegar því voru afhent verðlaunin.