Undirritun samninga um hitaveitukaup verður 3. maí nk.

Nú er loksins komið að því að ljúka ferlinu um hitaveituna og er það mikið tilhlökkunarefni og stórkostleg tímamót að fá loksins heitt vatn í Kerhraunið.

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 3. maí, kl. 20:00 að Hlíðarenda við Laufásveg. 

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er þetta á svæði Knattspyrnufélagsins Vals sem er ekki mjög langt frá Öskjuhlíðinni.

Hægt er að komast eftir nýjum Hlíðarfæti (vegur meðfram flugvellinum) úr vestri og Bústaðavegi inná Flugvallarveg úr austri. 

Auðveldast er að sjá þetta á www.ja.is

Til þess að fyrirbyggja að þetta fari fram hjá einhverjum þá verður haft samband á mánudaginn við þá aðila sem skráðu sig.