Undirbúningur fyrir G&T dag – plöntuafhending

Það er alltaf spenna í lofti þegar tíminn sem plöntur verða afhentar nálgast, það verður aldrei sagt um þá Kerhraunara sem mæta að þeir slái slöku við losun bílsins, ó nei þessa klukkustund sem tók að tæma bílinn sem í voru ca 200 tré var eins og menn hefðu torgað einhverju kraftameðali, þvílíkur var krafturinn.

Skógrækt ríkisins hefur um 5 ára skeið gert félaginu tilboð sem félagsmenn hafa líka nýtt sér og nú var komið að afhendingu. Flutningabíllinn kom drekkhlaðinn um 18:45 og samstundis gengu menn og konur til verka. Plönturnar voru flokkaðar um leið og þær komu úr bílnum.

Sóley tók að sér að festa allt á filmu og kom það sér vel því sumir þurftu að hafa auga með því sem kom út og hún varð greinilega ofvirk því annar eins myndfjöldi hefur ekki sést um langan tíma.

Eftir að bílinn var orðinn tómur þá hófst afhending til félagsmanna sem þeystust til síns heima með sín tré og ekki nóg með það heldur voru þær plöntur sem ekki var náð í keyrðar heim til eigandans og þetta ber að þakka því duglega fólki sem þetta gerði.

 

 

P1020365

 Yndisleg sjón að sjá öll þessi fallegu tré – ritarinn búin að setja upp radarinn

P1020423

 Sumir eiga auðveldara en aðrir að bera tré og það tvö

P1020392

 Alltaf fjölgar plöntunum, fólk veltir því fyrir sér hvað sé stórt og hvað sé lítið,
en svo kom í ljós að stórar voru gulmerktar og allt fór á fullt aftur við losun

P1020414

 Stína sæta tók svo sannarlega á því

P1020463

 Ásgeir er búinn að sjá eina sem honum líst á – sko furu

P1020443

en fékk hana ekki –  hann er nú frekar rannsakandi þó ekkert saknæmt sé í gangi

P1020384

Ekki lét Hörður sitt eftir liggja og þeytti trjánum út enda í „Fimleikafélagi Kerhraunsins“

P1020465

„Krónprinsinn“ Gunnar fékk smjörþefinn af sveitalífinu og brosti bara að öllu þessu stússi

P1020420

Duglegi karlinn, eða hinn helmingurinn af GOGG

P1020389

Allt, já sko allt undir control….)))

P1020418

 Hver að verða síðastur að fá tré í fangið – H & F að störfum

P1020453

 Fanný er að hugsa hvort hún leggi blessun sína yfir þessa framkvæmd
henni finnst tréð fyrir framan hana fallegt

P1020486

Henning er sæll og glaður með sínar 10

P1020492

 Ásgeir og Stína renna með sínar heim og Jói og Fanný dauðöfunda þau

Svona gekk þetta koll af kolli þar til öll tré voru komin heim á hlað, þar bíða þau eftir að verða gróðursett, ekkert eftir annað en að skella sé heim og bíða G&T dagsins.

P1020493

Sjáumst á  morgun  í góða veðrinu…………………………….)))))))))) og fleiri myndir fara síðar í´“Myndir 2014″