Undirbúningur fyrir gróðursetningardag þann 19. maí 2012

Það er svo notaleg tilfinning að skrifa þessi orð, geta hreinlega fullyrt að þessi dagur, gróðursetningardagur í Kerhrauni sé kominn til að vera, fólk hefur haft orð á þvi að þetta sé líka kærkomið tækifæri til að kynnast fólki og svo er þetta náttúrulega stór þáttur í því að gera Kerhraunið að enn meiri sælustað.

Þegar svona dagur er haldinn þarf þó nokkurn undirbúning og skipulagninu og í ár voru það Fanný og Guðrún sem tóku að sér þá skipulagningu en satt best að segja eru hinir meðlimir stjórnarinnar og makar aldrei langt undan.

Það eru ófá verkin sem þarf að huga að, dæmi: panta tré, fá mold, útvega flutning, fá gröfumann til að grafa holurnar, fylla á vatnstankinn og muna að taka slöngurnar með, útvega vélaaðstoð og síðast en ekki síst að plana matarinnkaupin sem virðist vera stærsti hausverkuinn en í ár höfðu 9 boðað komu sína en þegar upp var staðið gæddu 35 manns sér á pylsum og drykkjum…)))))

Í ár bauðst félagsmönnum að kaupa tré og runna frá Skógrækt ríkisins og gróðrastöðinni Kjarri og eins og vanalega voru það all margir sem nýttu sér þetta tilboð.

 

.
„Blómarós“ Kerhraunsins
.

 

.
Flutningarbíll frá Flúðaleið kominn til að afhenda tré frá Skógræktinni
.

.
„Orange“ litur þýddi litlar furur
.

.
Rusty vill vera innan um stóru fururnar sem voru gulmerktar
.

 

.
Fljótlega komst taktfastur ritmi á afferminguna
.

 

.
Tóta fór hratt yfir og sóttist mjög í það að vera með stórar plöntur
.

 

:Fulltrúi „Ömmu myndar“ með tvær í takinu
hann var í sérútbúnum skóm frá Bónus,
þeir fengu að finna fyrir því í lokin
.

.
þannig enduðu nú Bónuskórninr
.

.
Hörður, Finnsi  og Tóta bíða eftir að komast að
.

.
Flott birki sem Hörður heldur á
.

.
og ekki er lerkið neitt síðra
.

 

.
plöntusafnið stækkar
.

.
loksins tókst að festa Fanný og Hans á filmu
.

.
Njáll skoðar lerkið enda lærður skrúðgarðfræðingur

 .

.
það varla grillir í þau hjónin, en takið eftir veðrinu
.

 

.
Félagarnir SM og EJE að telja
.

.
SM
að tilkynna 112EJE hafi keyrt yfir löppina á honum,
málið látið niður falla þar sem ekki þótti ástæða til
að flytja hann af svæðinu enda enn uppistandandi
.

..
Eftir erfiði dagsins voru þau Fanný og Hörður svo væn að bjóða til kaffisamsætist kærkomið tækifæri til að gæða sér
á kræsingum og hvíla lúin bein enda var ekki
bara verið að afferma heldur var líka heimsendingarþjónusta
.

Takk fyrir okkur
.

.
Smá ágiskun, er SM að tala við „Guð“ og þakka honum fyrir
að hafa ekki slasast í dag ?
.

Skemmtilegt innskot frá Fanný sem hún kallar
„Hvar er Bjartur í Sumarhúsum“
.

.
Sendi inn myndina af börunum góðu
.

Myndin sýnir „staðalbúnað“ á óðalinu (nr. 36) – ekkert um
offjárfestingar á þeim bænum
.

Öll tré og runnar, efnisflutningar fram og til baka og annað sem til
fellur hefur allt verið flutt á þessum hjólbörum sem
fyrri eigandi var komin með á kerru til förgunar!
.

Við rétt náðum að bjarga fyrir horn og þær hafa nú
heldur launað okkur lífgjöfina
.

Gaman að sjá hvað hægt er að gera og koma miklu á einar hjólbörur, sérstaklega eftir að búið er að finna út hvernig hægt er að auka flutningsgetuna með því að koma fyrir auka borði fremst
.

Þannig er hægt að taka með í eina ferð; 10 tré, mold og skít,
skóflu og vökvunarkönnu!
.

Kv. Fanný

Fyrirspurn frá umsjónarmanni heimasíðunnar

Frábært að bjarga þessu öllu frá förgun, en hvernig er Hörður til heilsunnar ? …))