Kerhraun er sumarbústaðahverfi í Grímsnes- og Grafningshreppi rétt norðan við Kerið.
Skipulagið gerir ráð fyrir 131 sumarhúsalóð á svæðinu.
Mörk landsvæðisins ákvarðast af Hæðarendalæk í norðri, Kálfshólum og landamerkjum Miðengis í vestri og rótum Seyðishóla syðri í suð-austri.
KERHRAUN® er skrásett vörumerki
Félagið nær til allra land- og sumarbústaðaeigenda í hinu skipulagða svæði Kerhrauns og er tilgangur félagsins fyrst og fremst að gæta lögmætra hagsmuna félagsmanna ásamt því að standa fyrir sameiginlegum framkvæmdum á svæðinu og stuðla að góðri umgengni og háttvísi á félagssvæðinu.
Stjórn félagsins er að finna hér.