Þrátt fyrir að það sé kominn 1. desember, er ekki slegið slöku við

Það er ekki að sjá á myndinni sem tekin var 1. desember 2010 af formanninum á gamla símann sinn að það sé kominn vetur í Kerhraunið. Formaðurinn er í stuttu stoppi á landinu, dreif sig austur til að klæða aukahúsið og því til sönnunar sendi hann þessa mynd sem var í hvelli sett á heimasíðuna og sögð vera tekin af skjálfhentum manni en það var ekki rétt, síminn er gamall og höndlar ekki svona stórt hús. Beðist velvirðingar á þessu rugli.

Hvað varð um tengikassann fyrir hitaveituna, var hann notaður í klæðningu?
.