Þorrablót 19. febrúar 2011 – Fyrsti hluti – undirbúningur

Eins og öllum má ljóst vera þá tókst Sóley það sem enginn taldi að gæti tekist, að halda þorrablót í Kerhrauni, hún hvikaði aldrei frá þeirri skoðun sinni að henni myndi takast að fá alla Kerhraunara til að koma saman á þorranum og eiga ánægjulega kvöldstund saman.

Markmiðin voru háleit og fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir því að leigja samkomuhús í Grímsnes- og Grafningshreppi sem rúma myndi þann fjölda sem búið var að gera ráð fyrir, rútuferðir yrðu að vera á 15 mínúta fresti í Kerhraunið, jafnvel hljómsveit sem leika myndi fyrir dansi en hún var með vissa hljómsveit í huga sem heitir Queendom og er skipuð fjórum norskum söngkonum af afrískum uppruna og fimm hljóðfæraleikurum, enda er tónlist þessarar hljómsveitar mjög hress og grípandi.

Brátt varð henni það ljóst að af þessu gæti alls ekki orðið því áhugann vantaði hjá ansi mörgum Kerhraunurum en eins og henni er einni lagið þá brá hún á það ráð að SKERA NIÐUR, niðurskurður þýddi bara eitt, samkomuhúsið yrði að breytast úr samkomuhúsi í sumarhús, rútan yrði að breytast úr rútu í göngutúr og síðast en ekki síst kæmi Queendom ekki til landsins og í staðinn yrði að notast við iPod.

Við þessar aðstæður var ekkert annað að gera en að vinna úr því sem í boði var og var það gert. Hún þurfti ekki að bíða lengi því Garðar gleðipinni ásamt konu sinni bauð afnot að sumarbústað þeirra í Kerhrauninu fyrir væntanlegt þorrablót og eiga þau miklar þakkir skilið fyrir þeirra framlag. Þegar endanlegar tölur voru komnar í hús sá Sóley alfarið um öll innkaup og fór í einu og öllu að óskum gestanna um margbreytilega fæðu.

Þegar hér var komið sögu sáu Rut og Guðrún að ekki þýddi að láta Sóley um alla hituna og buðu fram aðstoð sína. Guðrún gat þó ekki mætt fyrr en á sjálfan þorrablótsdaginn enda búin að vera mjög upptekin við að botna fyrripart þann er Garðar sló fram og heyrst hafði að hún ætlaði sér að rústa þessari keppni enda mjög í mun að vinna dagsferð með HUMMER um Kerhraunið, seinni rann þó upp fyrir henni að sá vinningur tilheyrði bingóinu.

Þrátt fyrir að Smári þjáðist að mikilli síþreytu eftir vikulangt skíðaferðalag og hafði hann jafnvel haft orð á því að þessi kvöldstund gæti orðið honum erfið þegar velja þyrfti þá drykki sem í boði væru, þá lét hann ekki sitt eftir liggja og tók að sér að ná í leynigest kvöldsins út á Keflavíkurflugvöll og skera niður rófurnar enda mikil guðsblessun að hann og Sóley gátu haft Rut og Guðrúnu undir eftirliti við suðuna á rófunum, það kom strax í ljós að þær voru engar kvennaskólapíur og betra hefði verið að þær hefðu frekar tekið að sér öll hlutverk í leikritinu um Silvio Berlusconi  enda samdóma álit þeirra sem voru á staðnum að leikritið hæfði þeim betur.

.

 

.
Takk fyrir að bjarga mér, kær kveðja Guðrún
.

.
Mjög fljótlega eftir að Rut og Guðrún höfðu tekið að sér það verkefni að sjá alfarið um rófurnar kom í ljós að þær virtust ekki alveg vera með á hreinu til hvers þetta tæki er notað eða réttari væri að segja að Guðrún var ekki alveg með það á hreinu og var því snarlega tekin úr verkefninu og hugguð með því að tiltilinn „Amma myndar“ væri miklu mikilvægari.

.

.
Það á alltaf að segja satt og því verður það gert hér. Þannig var að þegar Sóley kom með rófurnar þá byrjaði Rut á því að setja þær í heilu lagi í þennan pott sem sést hér á myndinni eða öllu heldur er undir viskustykkinu og við það brá kvennaskólapíunni mjög mikið og sagði með sinni blíðu röddu „Það er venjan að byrja á því að skafa allt utan af rófunum og skera þær svo í bita“. Rut brást ekkert illa við þessu og innan stundar var Smári farinn að meðhöndla rófurnar.

Ástæða þess að rófubitarnir eru ekki sýnilegir á myndinni er einfaldlega sú að þegar Smári hafði lokið sínu verki var einóma samþykkt að sjóða rófurnar þegar búið væri að fara í göngutúr og svo í pottinn. Það vildi ekki betur til en svo að þegar Smári setti pottinn í biðstöðu á eldavélina hafði Rut þá þegar kveikt á eldavélinn og stuttu seinna rann Gunni á lyktina af vatnslausum rófunum.
.

.
Eftir barninginn við rófurnar var ákveðið að Sóley og Gunni fengju að fara heim til að punta sig fyrir kvöldið og Rut og Guðrún ákváðu að taka smá göngutúr til að hreinsa hugann sem stútfullur var að ráðleggingum um hvernig búa ætti til rófustöppu. Þær vor staðráðnar í því að fara svo í heita pottinn þegar göngunni lyki.

..

.

Smári undirbýr pottaferðina og seinna kom svo í ljós að þau sem fóru í pottinn voru í rauninni í baði sem kallast  „Swiss Miss meðhöndlunin“

.

 .

Guðrún virðist hafa alist upp við það að eftir að hafa farið í bað ætti hún að fara í náttfötin sín og fara svo að sofa og gladdist mikið þegar svo kom í ljós að hún mátti vaka lengur

 .

.
Bara girnilegt, allavega fyrir þá sem borða þennan mat,
sumir segja að þetta sé ekki matur
.

.
Það verður seint sagt um Smára að hann vaski aldrei upp enda
konurnar á hundraði við að reyna að fá að klára að nota
áhöldin sem þurfti við undirbúninginn og ef athygli þeirra
var ekki í lagi þá var búið að vaska allt upp

 .

.
Sóley æfir sig í að lesa upp botnana sína og Gunni lét enga ánægju í ljós, sagði alla stuðla og höfuðstafi skorta og taldi þessa botna ekki sigurstranglega og Guðrún hafði vit á því að segja ekki sitt álit því hún var komin til að sjá og sigra.

.

Eftirfarandi myndir sýna að þrátt fyrir vonbrigði dagsins með Rut og Guðrúnu þá tókst öllum að skarta sínu fegursta og sjálf þorrablótsdrottningin var prýdd með design flík.

.

.
Heyrst hefur að Sóley noti einungis „Sóley húðsnyrtivörur“
frá Fagvörum ehf

.

.
Glöggir ættu að skilja núna hvað Smári var að meina með
því að þjáðst af síþreytu
.

.
Gunnar fullur tilhlökkunar og löngu búinn að gleyma lyktinni af rófunum
.

.
Rut upplýsti leyndardóminn um eilífan æskublóma sinni og segir galdurinn felast í því að nota vörur frá Youngblood Mineral Cosmetic en fyrirtækið notar kjörorðið Beauty with Benefits