Kerhraun

Þjóðhátið Kerhraunsbarna 2013 – Bið– og upphitunartími

Þegar laugardagurinn 3. ágúst rann upp þá var það örugglega það fyrsta sem fólk gerði að kanna veðrið, að vanda var það svona la la en veðrið daginn áður hafði verið alveg frábært og varla mátti reikna með að veðurguðirnir hefðu kraft til að halda blíðunni áfram.

Við segjum alltaf það sama t.d. ef rignir, „Gott fyrir gróðurinn“, ef það er hvasst þá segjum við, „Alltaf þetta vindra—— hér“, en það er ekkert annað að gera en að klæða sig og það eins og sannur Kerhraunari gerir.

Auglýstur tími var kl. 13:00, því voru skipuleggjar og myndatökulið mætt ca 10 mín. fyrir, þegar klukkan sló 13:00 lá ljóst fyrir að nokkrir keppendur voru enn að reyna að koma foreldrum sínum af stað, SMS flugu um Kerhraunið og loksins sást til þessara keppenda er vantaði annað hvort á harðahlaupum eða í hraðakstri með ömmu undir stýri.

Skipuleggjarar búnir að fresta tvisvar og nú kominn tími fyrir myndatöku.

 

Þjóðhátíð Kerhraunsbarna 2013 – börn og foreldrar

 

Skipuleggjar Þjóðhátíðar Kerhraunsbarna 2013 þau Ómar og Rósa

og þau stóðu sig eins og hetjur og eiga miklar þakkir skilið fyrir dugnaðinn

 

 

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir sem teknar voru á Bið- og upphitunartíma

Stefán Arason eini keppandinn í sínum aldursflokki

Næsti „Ingó veðurguð“

Rakel Ýr gerir sig klára

Fanneyjar fjölskylda

Ari íbyggilegur á svipinn enda miklar væntingar með Stefán

Þessar áttu nú eftir að sýna hvað í þeim býr

Lagt á sigurráðin

Stórmeistarasvipur er alltaf góður