Þjóðhátið Kerhraunsbarna 2013 – Ratleikur og sigurvegarar

Ratleikurinn á Þjóðhátíð Kerhraunsbarna var sniðinn að yngri sem eldri börnum en reyndi þó all nokkuð á foreldrana því það voru raunverulega þeir sem þurftu að brjóta heilann og ráðleggja börnunum hvaða plöntur þau ættu að setja í pokann sem þau höfðu fengið við rásmarkið.

Markmiðið að finna fyrirfram ákveðnar tegundir.

Allir voru fullir ákafa og þeystust um lengri sem styttri stíga og á endalínunni tók Rósa við pokunum og merkti, börnin fengu annan poka, „Nammipoka“ til að þau yrðu nú örugglega með sykurmagnið í hámarki enda komið að þrautunum við hús Sóleyjar og Gunna.

 

Mikill keppnismaður þessi

 

Það væri gaman að geta sagt frá því hvað þessi börn heita en það verður ekki reynt í þetta sinn, takið eftir hvað þau eru öll sæl og glöð á endalínunni enda vissu þau að það yrði verðlaunafhending við varðeldinn.

.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.

Nú skal haldið áfram, sjáumst hjá Sóley og Gunna