Þjóðhátið Kerhraunsbarna 2013 – Hvað er í gangi á miðjum degi

Skipuleggjar Þjóðhátíðar Kerhraunsbarna 2013 höfðu lagt á sig gríðarlega mikla vinnu til að þessi hátíð yrði nú að veruleika, stjórn félagsins í eldri kantinum og alls ekki í stakk búin að stunda þær æfingar sem skipuleggjarar fóru fram á.

Það þarf því enginn að vera hissa á því að eitthvað gæfi sig eða léti undan í þessu mikla álagi þeirra systkyna á undirbúningstímanum. Stóra spurningin er,  hvort þeirra gaf sig á undan Rósa eða Ómar ?

Já, hér liggur niðurstaðan fyrir, það var Ómar, takið eftir þessum 3 litlu stúlkum, ekki eru þær að hugsa um neitt annað en að koma vel fyrir á myndinni og láta ástand Ómars alveg fara fram hjá sér.